Hoppa yfir valmynd
15. september 2015 Dómsmálaráðuneytið

Lárentsínus Kristjánsson skipaður héraðsdómari

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur skipað Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmann í embætti dómara við héraðsdóm Reykjavíkur. Skipað var í embættið frá og með 14. september 2015.

Embættið var auglýst 12. júní og bárust sjö umsóknir. Samkvæmt lögum um dómstóla nr. 15/1998 fór innanríkisráðuneytið þess á leit við dómnefnd að hún léti í té umsögn um hæfni umsækjenda og skilaði hún umsögn sinni þann 1. september sl. Niðurstaða dómnefndarinnar varð sú að Arnar Þór Jónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, Lárentsínus Kristjánsson hæstaréttarlögmaður og Pétur Dam Leifsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, væru hæfastir til að hljóta skipun í embættið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta