Hoppa yfir valmynd
15. september 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samgönguvika sett á morgun

Evrópsk samgönguvika er sett 16. september.

„Veljum. Blöndum. Njótum.“ er yfirskrift Samgönguviku í ár, en hún verður sett á morgun 16. september, á Degi íslenskrar náttúru. Um er að ræða samevrópska viku sem árlega stendur yfir dagana 16. – 22. september. Í ár er vikan jafnframt hápunktur samevrópskrar herferðar sem ætlað er að ýta undir fjölbreytta ferðamáta og hefur fengið heitið „Blandaðu flandrið“ á íslensku.

Fjöldi viðburða verða á vegum sveitarfélaga og félagasamtaka í vikunni en nálgast má dagskrá vikunnar hér á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, á heimasíðum sveitarfélaganna, auk Facebook síðu vikunnar.

Þannig verður boðið í göngu- og hjólatúra, efnt til ljósmyndasamkeppni, haldin sýning þar sem kynnt verða ólík farartæki og búnaður sem tengist fjölbreyttum ferðaháttum, kynnt verða hjóla- og göngukort, efnt til hjólamóts og haldið svokallað BMX partý þar sem hjólaþrautir verða í hávegum hafðar. Þá verður bílastæðum breytt í almenningsgarða og erlendir sérfræðingar halda erindi um mál sem tengjast hjólreiðum og almenningssamgöngum.

Ráðstefnan Hjólað til framtíðar verður haldin í fimmta sinn í samstarfi við sveitarfélögin á höfðuborgarsvæðinu og fleiri aðila en markmið hennar er að ýta undir fjölbreytta ferðamáta og auka veg hjólreiða á Íslandi.

Vikan endar svo á Bíllausa deginum, 22. september en þá býður Strætó ókeypis í strætó á höfuðborgarsvæðinu, en ávallt er ókeypis í strætó innan Akureyrar.

Myndband

Dagskrá Samgönguviku.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta