Hoppa yfir valmynd
16. september 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Ísland fær fulltrúa í framkvæmdastjórn Evrópuskrifstofu WHO

Sveinn Magnússon
Sveinn Magnússon

Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu, var í dag kjörinn í framkvæmdastjórn Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tólf þjóðir eiga fulltrúa í stjórninni sem stýrir faglegum áherslum og verkefnum Evrópuskrifstofunnar í 53 þjóðlöndum.

Kjörið fór fram á 65 þingi Evróupuskrifstofu WHO sem nú stendur yfir í Vilníus í Litháen. Fulltrúar í framkvæmdastjórninni eru kjörnir til þriggja ára í senn. Að þessu sinni var kosið um um fjóra nýja fulltrúa og fengu fulltrúa, auk Íslands, löndin Ítalía, Georgía og Tajikistan. Fyrsti fundur framkvæmdastjórnarinnar eftir kjör nýrra fulltrúa verður haldinn í Vilníus á morgun.

Höfuðstöðvar Evrópuskrifstofu WHO eru í Kaupmannahöfn. Aðildarlöndin eru 53 ríki, allt frá Atlantshafi að Kyrrahafi. Í 29 þessra landa er Evrópuskrifstofan með starfsstöðvar og eru starfsmenn samtals um 500 talsins. Forstjóri er Dr. Zsuzsanna Jakab.

Frá fundi WHO sl. vor: Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóriAf helstu verkefnum og áherslumálum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar má nefna bólusetningar, sýkingavarnir, heildræna og samþætta nálgun í heilbrigðismálum (e. whole of government and whole of societies approach), langvinna sjúkdóma, geðheilsu, offitu, hreyfingarleysi heilbrigðisþjónustu við flóttafólk o.fl.

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta