Úthlutun styrkja úr þróunarsjóði innflytjendamála
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur úthlutað styrkjum úr þróunarsjóði innflytjenda fyrir árið 2014 í samræmi við tillögur innflytjendaráðs. Alls bárust 63 umsóknir. Styrki hlutu 18 verkefni, samtals að fjárhæð 9,4 milljónir króna.
Tilgangur þróunarsjóðs innflytjenda er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á eftirfarandi viðfangsefni:
- Þróunarverkefni sem styðja við félög sem hafa það að markmiði að efla virka þátttöku innflytjenda í samfélaginu og vinna að hagsmunamálum þeirra.
- Þróunarverkefni sem styrkja nærþjónustu við innflytjendur á öllum stigum stjórnsýslunnar og í samfélaginu almennt.
- Þróunarverkefni sem sýna hvernig fjölmenning eykur félagsauð og styrkir innviði samfélagsins.
- Þróunarverkefni og rannsóknir sem beinast að auknum tækifærum innflytjenda til endurmenntunar og starfstengds náms og stuðla almennt að bættri stöðu þeirra á vinnumarkaði.
Önnur verkefni komu einnig til álita.
Alls bárust 63 umsóknir og sótt var um 75.880.700 kr. en það er töluverð aukning frá árinu áður þegar 40 umsóknir bárust og sótt var um 45.050.351 kr. Eftirtalinn fjöldi umsókna barst í hverjum flokki:
- 10 umsóknir undir liðnum rannsóknir.
- 39 umsóknir undir liðnum þróunarverkefni.
- 14 umsóknir undir liðnum annað.
Innflytjendaráð lagði til að 9.400.000 kr. yrði úthlutað úr sjóðnum til 18 verkefna og var úthlutun ráðherra í samræmæi við það, eins og hér segir.
Heiti verkefnis: Samspil.
Umsækjandi: Eva Dögg Guðmundsdóttir.
Veittur styrkur: 750.000 kr.
Heiti verkefnis: Frístundamiðstöðin Kampur.
Umsækjandi: Aleksandra Monika Chlipala.
Veittur styrkur: 475.000 kr.
Heiti verkefnis: Velkomin – frístundir.
Umsækjandi: Frístundamiðstöðin Kampur, Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða og Fjölskyldusvið Hafnarfjarðar.
Veittur styrkur: 300.000 kr.
Heiti verkefnis: Ísjakar.
Umsækjandi: Hafnarfjarðarbær.
Heildarkostnaður: 1.190.000 kr.
Veittur styrkur: 170.000 kr. til þýðingar á kynningarbæklingi og prentun.
Heiti verkefnis: Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar, fyrir pólska.
Umsækjandi: Þroska- og hegðunarstöð.
Veittur styrkur: 475.000 kr.
Heiti verkefnis: Samvera og góðar minningar.
Umsækjandi: Hjálparstarf kirkjunnar.
Heildarkostnaður: 3.655.000 kr.
Veittur styrkur: 950.000 kr.
Heiti verkefnis: Upplýsingaöflun fyrir nýbúa.
Umsækjandi: Hrunamannahreppur.
Veittur styrkur: 625.000 kr.
Heiti verkefnis: Staða Litháa á íslenskum vinnumarkaði og í íslensku samfélagi.
Umsækjandi: Karl Sigurðsson.
Veittur styrkur: 700.000 kr.
Heiti verkefnis: Erlendur uppruni og mismunun á íslenskum vinnumarkaði.
Umsækjandi: Kristín Loftsdóttir.
Veittur styrkur: 400.000 kr.
Heiti verkefnis: Lærum saman.
Umsækjandi: Leikskólinn Bergheimar.
Veittur styrkur: 650.000 kr.
Heiti verkefnis: Til heilsu og starfa.
Umsækjandi: Mímir.
Veittur styrkur: 750.000 kr.
Heiti verkefnis: Þróun móðurmálskennslu og starfa samtakanna Móðurmáls.
Umsækjandi: Móðurmál – félag um móðurmálskennslu tvítyngdra barna.
Veittur styrkur: 180.000 kr.
Heiti verkefnis: Félagsþjónusta og barnavernd – upplýsingar til innflytjenda.
Umsækjandi: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar.
Veittur styrkur: 650.000 kr.
Heiti verkefnis: Virkni foreldra af erlendum uppruna. Menntun og velferð barnanna okkar, áhugi, áhrif og ábyrgð. Lýðræðisleg aðkoma foreldra að skólastarfi.
Umsækjandi: SAMFOK.
Veittur styrkur: 700.000 kr.
Heiti verkefnis: Hönnun og prentun veggspjalds – „Þekkir þú einhvern sem býr við ofbeldi?“
Umsækjandi: Samtök um Kvennaathvarf.
Veittur styrkur: 200.000 kr.
Heiti verkefnis: Heimanámsaðstoð fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál.
Umsækjandi: Sveitarfélagið Hornafjörður, félagsþjónusta og fræðsluskrifstofa.
Veittur styrkur: 475.000 kr.
Heiti verkefnis: Þróun nýrra kennsluaðferða til að kenna Víetnömum.
Umsækjandi: Félag Víetnama á Íslandi.
Veittur styrkur: 450.000 kr.
Heiti verkefnis: Móðurmál er gjöf.
Umsækjandi: Fríða Bjarney Jónsdóttir.
Veittur styrkur: 500.000 kr.