Hoppa yfir valmynd
26. september 2015 Utanríkisráðuneytið

Andlát aðalkjörræðismanns í Jórdaníu

Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh, aðalkjörræðismaður Íslands í Jórdaníu, lést á heimili sínu í Amman, 24. september eftir erfið veikindi. Stefanía var stoð og stytta fjölmargra Íslendinga sem störfuðu eða áttu leið til Mið-Austurlanda um langt skeið, ráðagóð og glæsilegur fulltrúi Íslands. 

Stuðningur Stefaníu í gegnum árin hefur verið utanríkisráðuneytinu ómetanlegur og verður seint fullþakkaður. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta