Andlát aðalkjörræðismanns í Jórdaníu
Stefanía Reinhardsdóttir Khalifeh, aðalkjörræðismaður Íslands í Jórdaníu, lést á heimili sínu í Amman, 24. september eftir erfið veikindi. Stefanía var stoð og stytta fjölmargra Íslendinga sem störfuðu eða áttu leið til Mið-Austurlanda um langt skeið, ráðagóð og glæsilegur fulltrúi Íslands.
Stuðningur Stefaníu í gegnum árin hefur verið utanríkisráðuneytinu ómetanlegur og verður seint fullþakkaður. Við vottum fjölskyldu hennar okkar dýpstu samúð.