Hoppa yfir valmynd
28. september 2015 Utanríkisráðuneytið

Samningalota 6.-10. júlí 2015

Tólfta samningalota um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum (TiSA) var haldin í Genf dagana 6.-10. júlí 2015. Af Íslands hálfu tóku Martin Eyjólfsson, Þórður Jónsson og Bergþór Magnússon þátt í samningalotunni. Máritíus tók í fyrsta sinn þátt í samningalotu TiSA, og er það fyrsta ríki Afríku til að gerast formlegur aðili að TiSA-viðræðunum. 

Til umfjöllunar voru drög að samningstextum vegna meginmáls samningsins og viðauka um fjármálaþjónustu, upplýsinga- og samskiptatækni, innlendar reglur, gagnsæi, för þjónustuveitenda og flutninga. Vinnu við þessi textadrög miðaði nokkuð áfram. Samstaða var um að í næstu samningalotum verði megináhersla lögð á að ræða tilboð samningsaðila um markaðsaðgang, meginmál samningsins og ofangreindar tillögur að viðaukum, sem breið samstaða er um að verði hluti af endanlegum samningstexta.  Af þessu leiðir að talsmenn þeirra tillagna að viðaukum sem njóta takmarkaðs stuðnings þurfa að tryggja tillögum sínum aukinn stuðning til aðkoma þeim aftur á formlega dagskrá. 

Ísland og Noregur kynntu utan dagskrár samningslotunnar uppfærð drög að texta viðauka um orkutengda þjónustu. Einnig voru haldnir tvíhliða fundir með Kóreu, Ástralíu, Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó um efni viðaukans.

Næsta lota verður haldinn í Genf dagana 6.- 13. október 2015. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta