Hoppa yfir valmynd
1. október 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

ESB efnir til samráðs um framtíðarreglur varðandi fjarskipti

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opnað samráð á tveimur sviðum um framtíðarreglur um fjarskipti í Evrópu. Í báðum tilvikum stendur samráðið til 7. desember næstkomandi.

Annars vegar fjallar samráðið um þróun og endurskoðun á reglum um rafræn samskiptanet og þjónustu. Framkvæmdastjórnin hefur sett þetta samráð af stað til að leggja mat á gildandi reglur og fá sjónarmið um hvernig mætti aðlaga þær þeirri þróun sem orðið hefur á mörkuðum og í tækni. Markmiðið er að bæta áætlunina um fjarskiptamarkaðinn í heild.

Hins vegar er samráð um hvaða þörf verður fyrir gæði og hraða á internetinu eftir árið 2020. Þar óskar framvkæmdastjórnin eftir sjónarmiðum allra sem áhuga hafa um hvernig þörfum þeirra verður háttað með það að markmiði að allir sem nota netið geti nýtt sér kosti upplýsingasamfélagsins.

Frekari upplýsingar má finna á efirfarandi slóðum:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta