Hoppa yfir valmynd
6. október 2015 Heilbrigðisráðuneytið

Styrkir til gæðaverkefna árið 2015

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Velferðarráðuneytið auglýsir styrki vegna gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni árið 2015. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á verkefni sem miða að nýbreytni í verklagi innan heilsugæslunnar s.s. með tilfærslu verkefna og efldu þverfaglegu samstarfi starfsfólks.

Í styrkumsókn skal m.a. koma fram markmið verkefnis, framkvæmda- og kostnaðaráætlun og hvernig unnt væri að nýta niðurstöður til að auka öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana, deilda eða starfseininga. Styrkirnir eru að hámarki 500 þúsund krónur.

Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að sækja um rafrænt og er umsóknarformið ásamt nánari upplýsingum aðgengilegt á vef velferðarráðuneytisins

Umsóknarfrestur rann út föstudaginn 23. október.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta