Fjölþjóðleg ráðstefna um flóttamannavanda
Auk ríkja ESB og samstarfsríkjanna í Schengen þ.m.t. Íslands, tóku þátt í ráðstefnunni öll ríki Balkanskaga, Tyrkland, Jórdanía og Líbanon og fulltrúar alþjóðastofanana, m.a. Flóttamannastofnum Sameinuðu þjóðanna, Matvælastofnun SÞ og Evrópulögreglunnar, Europol.
Tilefni ráðstefnunnar var að ræða viðbrögð við hinum stöðuga straumi flóttamanna frá botni Miðjarðahafs, m.a.:
· hvernig best megi styðja við þau ríki sem bera þyngstu byrðina af flóttamannastraumnum frá Sýrlandi, þ.e. Tyrkland, Jórdaníu og Líbanon.
· hvernig bæta megi móttöku og meðferð hælisumsókna í ríkjum sem flestir flóttamenn fara um.
· leiðir til að efla samvinnu í baráttunni gegn skipulagðri glæpastarfsemi við smygl á fólki.
· leiðir til að ráðast að rótum vandans og koma á friði og stöðugleika á svæðinu.
· samvinna við önnur ríki sem flóttamenn koma frá.
Utanríkisráðherra greindi frá nýlegri ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um aukið framlag til aðstoðar flóttafólki, bæði vegna þeirra sem sækja um hæli á Íslandi og þeirra sem dvelja í flóttamannabúðum.
Yfirlýsing ráðstefnunnar