Hoppa yfir valmynd
14. október 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fundað með sveitarfélögum um móttöku flóttafólks

Velferðarráðuneytið
Velferðarráðuneytið

Að fenginni tillögu flóttamannanefndar hefur félags- og húsnæðismálaráðherra ákveðið að þekkjast boð sveitarfélaganna Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs um að ganga til viðræðna um móttöku fyrsta hóps flóttafólks sem íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða til Íslands og er vænst að komi til landsins í desember.

Velferðarráðuneytið sendi í dag bréf til þeirra sveitarfélaga sem lýst hafa sig reiðubúin til móttöku flóttafólks þar sem gerð var grein fyrir þessari ákvörðun. Bréfið er svohljóðandi:

„Velferðarráðuneytið þakkar þann áhuga og velvilja sem fjöldi sveitarfélaga hefur sýnt áformum um móttöku flóttafólks.

Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar er fyrirhugað að taka á móti flóttamönnum með milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og er undirbúningur vegna móttöku fyrsta hópsins þegar hafinn. Búið er að óska eftir skýrslum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og er þess beið að gögnin verði send til flóttamannanefndar.

Að fenginni tillögu flóttamannanefndar hefur félags- og húsnæðismálaráðherra ákveðið að þekkjast boð sveitarfélaganna Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs um að ganga til viðræðna um taka á móti fyrsta hópnum sem mun koma í desember. Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur þegar fundað með fulltrúum Akureyrar en mun nú funda með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar og Kópavogs.

Í ljósi þess að stjórnvöld fyrirhuga að bjóða fleira flóttafólki að setjast að á Íslandi á næsta ári hefur verið ákveðið að halda fund með fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem sýnt hafa málefninu áhuga þar sem þeim verður kynnt nánar hvað felst í móttöku flóttafólks.

Jafnframt mun ráðuneytið ræða málefni flóttafólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi eftir hælismeðferð en alls hafa 54 einstaklingar fengið stöðu flóttamanns á þessu ári sem er veruleg aukning frá fyrri árum.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta