Hoppa yfir valmynd
21. október 2015 Utanríkisráðuneytið

Framkvæmdastjóri UN Women sækir Ísland heim

Phumzile Mlambo-Ngcuka
Phumzile-Mlambo-Ngcuka

Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastjóri UN Women og aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kemur til landsins á morgun, fimmtudag í boði utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra. Hún er einn heiðursgesta á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni aldarafmælis kosningaréttar íslenskra kvenna sem haldin verður í Hörpu dagana 22.og 23. október

Framkvæmdastjórinn mun einnig taka þátt í sérstökum viðburði  um HeForShe átaksverkefni UN Women, sem haldinn verður í Hörpu föstudaginn 23. október kl 15:00. Þá mun hún eiga fundi með forseta Íslands, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra auk þess sem hún hittir fulltrúa landsnefndar UN Women á Íslandi, Jafnréttisskóla Háskóla SÞ, Stígamóta, Kvenréttindafélags Íslands og femínistafélaga framhalds- og háskólanna.

Phumzile Mlambo-Ngcuka er frá Suður-Afríku og var áður varaforseti landsins og gegndi stöðu ráðherra orku- og auðlindamála og vararáðherra iðnaðar- og viðskiptamála  í fyrstu lýræðislega kjörnu ríkisstjórn Suður-Afríku. Hún hefur ríkulega reynslu og þekkingu á sviði jafnréttismála og hefur helgað starfsferil sinn mannréttindamálum, jafnrétti og félagslegu réttlæti. Phumzile Mlambo-Ngcuka hefur jafnframt starfað fyrir félagasamtök og í einkageiranum og var mjög virk í baráttunni fyrir því að binda endi á aðskilnaðarstefnuna í heimalandi sínu. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta