Undirrituð bókun Evrópuráðs um vígamenn
Ísland undirritaði í Lettlandi í dag viðbótarbókun varðandi erlenda vígamenn hryðjuverkasamtaka. Bókunin er við samning Evrópuráðsins um að koma í veg fyrir hryðjuverk. Hún felur í sér ákvæði sem banna ferðir einstaklinga erlendis sem hafa hryðjuverkastarfsemi að markmiði, svo og fjármögnun slíkra ferða og skipulagningu. Ennfremur er þátttaka bönnuð í hryðjuverkasamtökum og að fá þjálfun til hryðjuverka.
Bókunin útfærir ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn erlendum bardagamönnum hryðjuverkasamtaka.