Ellefu sækja um stöðu skógræktarstjóra
Ellefu umsækjendur eru um stöðu skógræktarstjóra, en umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsti starfið laust til umsóknar þann 3. október síðastliðinn.
Umsækjendur eru:
- Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá
- Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga
- Edda Sigurdís Oddsdóttir, líffræðingur
- Guðmundur Guðbergsson, Platoon Commander
- Hreinn Óskarsson, skógfræðingur
- Jón Ágúst Jónsson, forstöðumaður
- Lárus Heiðarsson, skógræktarráðunautur
- Loftur Þór Jónsson, lektor
- Páll Sigurðsson, Ph.D. og skógfræðingur
- Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, framkvæmdastjóri
- Þröstur Eysteinsson, sviðsstjóri Þjóðskóganna
Umsóknarfrestur var til 19. október sl. og mun valnefnd meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra sem skipar í stöðuna til fimm ára að ráðningarferli loknu.