Vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki gild ferðaskilríki frá 24. nóvember 2015
Utanríkisráðuneytið vekur athygli á frétt Þjóðskrár Íslands frá 26. október þess efnis að vegabréf sem hafa verið framlengd teljast ekki lengur gild ferðaskilríki frá og með 24. nóvember nk. Samkvæmt reglum Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO) þá er gerð sú krafa að vegabréf þurfi að vera véllesanlegt til að teljast gilt ferðaskilríki og þar sem framlengingin sjálf er ekki véllesanleg er vegabréfið því ógilt.
Eftir 24. nóvember 2015 er ekki hægt að ábyrgjast hvernig litið verður á framlengt vegabréf við landamæraeftirlit erlendis þar sem mismunandi verklag viðhefst við vegabréfsskoðun á milli ríkja og er það því alfarið á ábyrgð einstaklings að ferðast með slíkt vegabréf.
Neyðarvegabréf verða þó áfram tekin sem gild ferðaskilríki enda ætluð til að nota í neyð til að komast heim eða á næstu umsóknarstöð fyrir nýtt vegabréf.