Samningalota TiSA 6.-13. október 2015
Samningalota í TiSA-viðræðunum var haldin í Genf dagana 6.-13. október 2015. Af Íslands hálfu tóku Martin Eyjólfsson, Þórður Jónsson og Bergþór Magnússon þátt í lotunni.
Í lotunni var m.a. fjallað um drög að viðaukum um fjármálaþjónustu, upplýsinga- og samskiptatækni, innlendar reglur, gagnsæi, för þjónustuveitenda (mode 4) , rafræn viðskipti (e-commerce) og staðgreiningu (localization), svo og póstþjónustu (delivery services). Markaðsaðgangsumræður voru settar í meiri forgang og var fundað sérstaklega um markaðsaðgang í tengslum við tilteknar tegundir þjónustu, m.a. umhverfis- flutninga og orkutengda þjónustu. Einnig voru haldnir tvíhliða fundir milli einstakra ríkja um markaðsaðgang.
Þá stóð Ísland ásamt Noregi fyrir fundum um tillögur landanna að samningstexta um orkutengda þjónustu. Um er að ræða nýja tillögu og umræður fara nú fram utan formlegrar dagskrár. Það er óljóst hvort nægilegur stuðningur muni fást vjð okkar tillögu - ásamt öðrum tillögum sem eru fyrir utan svokallaða hefbundna GATS viðauka/texta - til að þær verði samþykktar sem hluti af endanlegum samningstexta TiSA-samningsins.
Nokkur framþróun varð í viðræðum um einstaka viðauka samningsins sem til umræðu voru. Í lok lotunnar samþykktu samningsaðilar áætlun fyrir samningslotur fyrir tímabilið til apríl 2016, þar sem sett voru fram markmið um að ná samkomulagi um nánar tilgreind ákvæði í einstökum samningstextum. Ólíklegt má telja að ljúka megi viðræðum um einstaka viðauka fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta ársins 2016.
Næsta samningalota fer fram í Genf dagana 29. nóvember til 4. desember 2015.