Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2015 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra ræðir mikilvægi sjávarútvegs á ráðstefnu í Ho Chi Minh

Gunnar Bragi á fiskveiðiráðstefnu
Gunnar Bragi á fiskveiðiráðstefnu

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra flutti í dag ræðu á ráðstefnu í Ho Chi Minh um efnahagslegt mikilvægi sjávarútvegs og reynslu Íslendinga. Ráðherra tekur dagana 4.-6. nóvember þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands til Víetnam. 

Ráðherra fjallaði um með hvaða hætti Íslandi hefur tekist að auka verðmæti sjávarfangs og hvað sé framundan í þeim efnum. Fiskveiðar og fiskeldi eru mikilvægar atvinnugreinar í Víetnam og sagði Gunnar Bragi þjóðirnar geta dregið lærdóm hvor af annarri í þeim efnum. Nefndi hann sem dæmi aukna áherslu á hafrannsóknir, tækni í vinnslu og við veiðar, fullnýtingu aflans og sjálfbærni veiða.
Auk utanríkisráðherra hélt forseti Íslands ávarp og sérfræðingar frá Íslandi og Víetnam fluttu erindi. 
Gunnar Bragi flutti einnig opnunarávarp á ráðstefnu um endurnýjanlega orku sem efnt var til í samstarfi ríkjanna í gær en auk ráðherra fluttu ávörp forseti Íslands og ýmsir íslenskir sérfræðingar á þessu sviði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta