Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2015 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vinsamlegt samfélag fékk hvatningarverðlaun Dags gegn einelti 2015

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra veitti í dag verkefninu Vinsamlegt samfélag hvatningarverðlaun Dags gegn einelti 2015.

Nanna N. Christiansen, verkefnastjóri á fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs og formaður starfshópsins um Vinsamlegt samfélag tók við verðlaununum við athöfn sem Menntamálastofnun og Kópavogsbæ stóðu fyrir í leikskólanum Álfaheiði. Viðurkenningin sem starfshópurinn fékk er listaverk eftir Koggu sem heitir Egg snjófuglsins.

Verkefnið, sem er á vegum Reykjavíkurborgar, varð fyrir valinu þar sem það hefur sýnt sig og sannað sem góður samstarfsvettvangur gegn einelti, þar sem öllum hagsmunaaðilum er stefnt saman til að berjast gegn einelti. Verkefnið teygir anga sína langt út fyrir skólann eða frístundasviðið og sameinar gríðarlegan fjölda fólks undir sama markmiði.
"Vinsamlegt samfélag er samfélag sem við viljum öll búa í. Samfélag sem er meðvitað um einelti og vinnur statt og stöðugt gegn því en bregst einnig skjótt og rétt við ef slík mál koma upp. Samfélag sem vinnur saman og stendur saman".

Í fyrra fengu Magnús Stefánsson og Páll Óskar Hjálmtýsson viðurkenninguna vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Þeir framleiddu heimildarmynd um æsku Páls Óskars og í framhaldinu gerðu þeir fræðsluverkefnið; Þolandi og gerandi, þar sem þeir ræddu við grunnskólabörn og miðluðu reynslu sinni sem þolandi og gerandi eineltis.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta