Hoppa yfir valmynd
12. nóvember 2015 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherra tilkynnir um framlög í Græna loftslagssjóðinn

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra tekur þátt í opinberri heimsókn forseta Íslands til Singapúr og ávarpaði í dag ráðstefnu á vegum Hringborðs Norðurslóða sem var hluti dagskrár heimsóknarinnar. Þar tilkynnti Gunnar Bragi m.a. um aukin framlög til Græna loftslagssjóðsins um 1 milljón bandaríkjadala sem mun dreifast á næstu fimm árin. Sjóðurinn mun fjármagna verkefni í þróunarríkjum sem miða að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga.

Framundan er aðildarríkjaþing loftslagssamnings SÞ í París, COP21, þar sem aukin fjárframlög til loftslagsmála munu gegna mikilvægu hlutverki til ná samkomulagi um nýjan loftslagssamning.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta