Utanríkisráðherra fordæmir hryðjuverkin í París
Utanríkisráðherra fordæmir harðlega hin skelfilegu og mannskæðu hryðjuverk sem framin hafa verið í París og segir hug okkar Íslendinga hjá þeim ótalmörgu sem nú eigi um sárt að binda.
„Ljóst er að þarna voru öfgaöfl að baki og mikilvægt að viðbrögð einkennist af yfirvegun og hófstillingu. Við stöndum að baki frönsku þjóðinni á þessum örlagatímum og höfum í huga og heiðri gildi Frakka – frelsi, jafnfrétti og bræðralag,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Utanríkisráðuneytið beinir þeim tilmælum til Íslendinga sem eru í París eða hyggja á ferðir til Frakklands að fylgjast með fregnum og fyrirmælum franskra yfirvalda.