Hoppa yfir valmynd
17. nóvember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Ráðstefna um ofbeldi gagnvart öldruðum

Ofbeldi
Ofbeldi

Fjallað verður um ofbeldi gagnvart öldruðum á Íslandi, birtingarmyndir þess og mögulegar leiðir til að sporna gegn því á ráðstefnu sem Öldrunarráð Íslands efnir til í samvinnu við velferðarráðuneytið og fleiri aðila, föstudaginn 27. nóvember næstkomandi.

Dagskrá

13:30-13:40 Setning ráðstefnu:
Pétur Magnússon,formaður Öldrunarráðs Íslands og varaformaðurSamtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
13:40-13:50 Ávarp:
Eygló Harðardóttir,félags- og húsnæðismálaráðherra.
13:50-14:20 Skilgreiningar á ofbeldi gagnvart öldruðum og birtingarmyndir á Íslandi
Sigrún Ingvarsdóttir, félagsráðgjafi.
14:20-14:40 Ofbeldi gagnvart öldruðum – sjónarhorn lögreglu
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingurhjá lögregluembættinu á höfuðborgarsvæðinu.
14:40-15:00 Hversu alvarlegt er ofbeldi gagnvart öldruðum? - Út frá sjónarhorni fjármála
Gísli Jafetsson,framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavíkog fyrrverandi bankamaður.
15:00-15:20 Hlutverk réttindagæslumanna fatlaðra – er þörf fyrir slíkt meðal aldraðra?
Kristjana Sigmundsdóttir,réttindagæslumaður fatlaðs fólks
15:20-15:30 Lokaorð og ráðstefnuslit:
Ólafur G. Skúlason,formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ráðstefnustjóri: Haukur Ingibergsson,formaður Landssambands eldri borgara.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta