41. fundur stjórnarskrárnefndar
Dagskrá
- Fundargerð síðasta fundar
- Heildardrög að frumvarpi
- Önnur mál
Fundargerð
41. fundur – haldinn föstudaginn 20. nóvember 2015, kl. 16.00, í Safnahúsinu, Reykjavík.
Mættir voru eftirtaldir: Páll Þórhallsson, formaður, Aðalheiður Ámundadóttir, Birgir Ármannsson, Einar Hugi Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir og Valgerður Gunnarsdóttir. Forföll höfðu boðað Jón Kristjánsson og Róbert Marshall, sem tilnefndur hefur verið til setu í nefndinni af hálfu Bjartrar framtíðar.
Þá sat fundinn Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur á löggjafarskrifstofu forsætisráðuneytis og ritari nefndarinnar.
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð 40. fundar, sem haldinn var mánudaginn 2. nóvember 2015, var samþykkt án athugasemda.
2. Heildardrög að frumvarpi
Rætt um stöðu og framhald.
3. Önnur mál
Ekkert var rætt undir þessum lið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.00.
SG ritaði fundargerð.