Hoppa yfir valmynd
23. nóvember 2015 Utanríkisráðuneytið

Vegna framlengingar vegabréfa

Þeir sem hafa nú undir höndum framlengd vegabréf og þurfa á flýtiútgáfu nýs vegabréfs að halda munu greiða fyrir slíka útgáfu sama gjald og um venjulega útgáfu væri að ræða til næstu áramóta. Innanríkisráðuneytið beinir þeim tilmælum til Þjóðskrár Íslands að þeir sem hafa nú þegar greitt fullt gjald vegna þessa geti leitað eftir því að fá hluta gjaldsins endurgreiddan.

Þessi tímabundna ráðstöfun er til komin vegna kröfunnar um að vegabréf skuli vera læsileg vélrænt og verður ófrávíkjanleg frá og með 24. nóvember næstkomandi. Ísland hefur til þessa nýtt undanþágu frá reglunni og framlengt vegabréf íslenskra ríkisborgara sé þess óskað. Framlengt vegabréf telst ekki gilt sem ferðaskilríki eftir 24. nóvember og af þeim sökum er nauðsynlegt að fella úr gildi þau ákvæði reglugerðar nr. 560/2009 sem heimilað hafa framlengingar vegabréfa. Sú reglugerð hefur þegar tekið gildi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta