Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Karlar ogkonur sem viðmælendur fjölmiðla

Rósa Guðrún Erlingsdóttir segir frá niðurstöðum viðmælendagreiningarinnar
Rósa Guðrún Erlingsdóttir segir frá niðurstöðum viðmælendagreiningarinnar

lutur kvenna sem viðmælendur fjölmiðla hefur lítið breyst frá því að málið var skoðað fyrir 15 árum, samkvæmt nýrri úttekt sem kynnt var á jafnréttisþingi í dag og yfir tímabilið 1. september 2014–31. ágúst 2015. Karlar voru um 70% viðmælenda í fréttum RÚV, Stöðvar 2 og Bylgjunnar á móti um 30% kvenna.

Fyrirtækið Creditinfo vann úttektina fyrir velferðarráðuneytið og tók hún til greiningar á viðmælendum í fréttum og völdum umræðuþáttum Ríkisútvarpsins (RÚV) og fjölmiðlafyrirtækisins 365 .

Rósa Guðrún Erlingsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, kynnti niðurstöður greiningarinnar og benti þar meðal annars á að ástandið hefði lítið breyst frá árinu 2000 þegar sambærileg könnun var gerð. Konum sem viðmælendum fjölmiðla hefði afar lítið fjölgað. Greiningu á niðurstöðum má sjá í meðfylgjandi glærum úr kynningu Rósu Guðrúnar.

Frá jafnréttisþingi 2015Í skýrslu velferðarráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála árin 2013–2015 sem kynnt var í dag er fjallað um birtingarmyndir kynjanna í fjölmiðlum, hve mikilvægt sé að þeir sjálfir skoði hvaða myndir þeir dragi upp af konum og að þeir auki fjölbreytni til að endurspegla á réttari máta samfélagið og heilbrigðar fyrirmyndir fyrir bæði ungar konur og karla. Þar segir meðal annars að miðað við þá mynd af konum sem dregin er upp í fjölmiðlum og sterkra langtímaáhrifa þeirra séu miklar líkur á að staðalmyndir af kynjunum verið festar í sessi í fjölmiðlum: „Það er því ekki einungis staðreynd að það heyrist í færri konum en körlum heldur sjást þær sjaldnar og birtingarmynd þeirra er ólík karlanna“ segir meðal annars í skýrslunni.

Umfjöllun fyrrnefndar skýrslu sem snýr að fjölmiðlum lýtur einnig að fjölmiðlaumhverfinu sjálfu, hvort karlar séu þar ráðandi og karllæg viðhorf ríkjandi: „Munur er á efnistökum milli kynjanna, mikill munur er á fjölda viðmælenda eftir kyni eins og þegar hefur komið fram og munur er á blaða- og fréttamönnum eftir kyni.“ Vísað er í grein grein fjölmiðlafræðingsins Guðbjargar Hildar Kolbeins; Siðferði og starfshættir íslenskra blaða- og frétta­manna sem kynnt var í Þjóðarspegli árið 2012 þar sem fram kom fram að sjö af hverjum tíu blaða- og fréttamönnum væru karlar og að hinn dæmigerði íslenski blaða- eða fréttamaður væri 42 ára gamall karlmaður með tæplega 14 ára starfsreynslu. Blaða- eða fréttakonan væri hins vegar að meðaltali sjö árum yngri og hún hefði einnig styttri starfsreynslu eða rúm átta ár að meðaltali.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta