Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2015 Innviðaráðuneytið

Spáð að farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgi úr 4,9 milljónum 2015 í 6,2 2016

Isavia kynnti í dag spá um fjölda farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll á næsta ári og er þar gert ráð fyrir að þeir verði rúmlega 6,2 milljónir. Í ár er búist við um 4,9 milljónum farþega og er aukningin yfir 28%. Næsta sumar munu 25 flugfélög bjóða flug frá Keflavíkurflugvelli til 80 áfangastaða. Farþegaspáin nær til þeirra sem koma til landsins, þeirra sem fara og til skiptifarþega, þ.e. þeirra sem millilenda á flugvellinum á leið sinni milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Farþegaspá Isavia byggist á gögnum flugfélaga um sætaframboð og er ákveðin sætanýting áætluð. Þá er stuðst við bókunarupplýsingar flugfélaganna og upplýsingar úr flugupplýsingakerfi Keflavíkurflugvallar.

Ýmsar aðgerðir standa yfir í flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum til að unnt sé að mæta auknum umsvifum. Þannig er bæði verið að stækka flugstöðina og nýta hana betur. Verður 5 þúsund fermetra viðbygging stöðvarinnar til suðurs tekin í notkun næsta vor en þar verða meðal annars 6 stæði fyrir rútur sem aka farþegum milli flugvéla og flugstöðvar, öryggisleit fyrir skiptifarþega og aðstaða fyrir starfsmenn. Farangursflokkari flugstöðvarinnar verður lengdur og afköst aukin fyrir farangur skiptifarlega og komusalur verður stækkaður. Þá verður bætt við þremur fjarstæðum fyrir flugvélar og verða þau alls 21 næsta sumar, 12 við landgöngubrýr, 1 göngustæði og 8 fjarstæði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta