Tvær málstofur á UT-deginum á morgun
Tvær málstofur verða á dagskrá árlegs UT-dags sem fram fer á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík á morgun. Á þeirri fyrri sem stendur yfir kl. 10.30 til 12.30 verður fjallað um upplýsingatæknina og lýðræðið og sú seinni hefur yfirskriftina upplýsingatæknin alls staðar og stendur hún frá kl. 13 til 15.30.
Þá verða klukkan 15.30 kynntar niðurstöður í könnuninni hvað er spunnið í opinbera vefi 2015 og meðal annars fjallað um öryggisúttekt á opinberum vefjum sem fram fór í fyrsta sinn nú í haust. Að því loknu verða afhentar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn.
Enn er unnt að skrá sig á dagskrá UT-dagsins á vefnum sky.is.
Hér að neðan má sjá dagskrá UT-dagsins.
Málstofa um upplýsingatæknina og lýðræðið
10:30-10:50 Samráðsgátt – hvernig verður borgarinn virkur þátttakandi í mótun samfélagsins?
Arnar Pálsson, ráðgjafi hjá Capacent
10:50-11:10 Íbúar hafa orðið – reynslan af rafrænum íbúakosningum
Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
11:10-11:30 Að vefa lýðræðið hjá Reykjavíkurborg
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata
11:30-11:50 Að finna rödd stofnunar á samfélagsmiðlum
Þurý Björk Björgvinsdóttir, sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu
11:50-12:10 Opnum gögnin!
Tryggvi Björgvinsson, deildarstjóri upplýsingatækni og miðlunar hjá Hagstofu Íslands
12:10-12:30 Opnun fjármálagagna – ný gegnsæisgátt hjá Reykjavíkurborg
Halldóra Káradóttir, deildarstjóri í áætlunar og greiningardeild Reykjavíkurborgar
12:30-13:00 Hádegissnarl
Fundarstjóri: Halla Björg Baldursdóttir, sviðsstjóri rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands
Verð á málstofuna fyrir hádegi er 5.500 kr. fyrir félagsmenn Ský og 8.900 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Upplýsingatæknin alls staðar!
13:00-13:15 Setningarávarp: Ólöf Nordal, innanríkisráðherra
13:15-13:35 Landsátak í lagningu ljósleiðara
Haraldur Benediktsson, alþingismaður og formaður starfshóps um fjarskipti
13:35-13:55 Houston...., we have a problem, or the necessity to innovate and the inability of management to do so
Dr. A.W. Abcouwer, University of Amsterdam, Faculty of Science – Informatics Institute
13:55-14:15 Mun íslenskan lifa af 21. öldina?
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands
14:15-14:40 Stefnan og aðgerðir í netöryggismálum
Sigurður Emil Pálsson, formaður Netöryggisráðs
14:40-15:00 Kaffihlé
15:00-15:20 Öryggi opinberra vefja – úttekt á vefjum ríkis og sveitarfélaga 2015
Svavar Ingi Hermannsson, sérfræðingur í tölvuöryggismálum
15:20-15:30 Fyrstu skrefin til að byggja upp öryggismenningu – hvernig getum við varið opinbera vefi, upplýsingar og kerfi
Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu
15:30-15:50 Hvað er spunnið í opinbera vefi 2015? – Niðurstöður úttektar á vefjum ríkis og sveitarfélaga kynntar
Jóhanna Símonardóttir, framkvæmdastjóri hjá Sjá
15:50-16:00 Viðurkenningar veittar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn
Dómnefnd: Marta Lárusdóttir, Rakel Pálsdóttir og Tinni Sveinsson
16:00-17:00 Léttar veitingar
Ráðstefnustjóri: Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra
Verð á ráðstefnuna eftir hádegið fyrir félagsmenn Ský: 10.500 kr. og verð fyrir utanfélagsmenn: 15.900 kr.