Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2015 Utanríkisráðuneytið

Kosningaréttur íslenskra ríkisborgara sem hafa verið búsettir erlendis

Allir íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili í útlöndum skemur en í 8 ár (þ.e. frá 1. desember 2007) eru sjálfkrafa með kosningarétt á Íslandi. Þeir þurfa að vera orðnir 18 ára á kjördag og hafa einhvern tíma átt lögheimili á Íslandi. 
Íslenskir ríkisborgarar sem hafa haft lögheimili í útlöndum lengur en í 8 ár, þ.e. hafa flutt frá Íslandi fyrir 1. desember 2007 verða að sækja um til Þjóðskrár Íslands um að verða teknir á kjörskrá. Umsókn þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Umsækjandi verður að hafa íslenskan ríkisborgararétt.
  • Umsækjandi verður að vera 18 ára eða eldri á kjördag.
  • Umsækjandi þarf einhvern tíma á ævinni að hafa átt lögheimili á Íslandi.

Fullnægjandi umsókn þarf að hafa borist Þjóðskrá Íslands fyrir 1. desember 2015.
Sé umsókn fullnægjandi verður umsækjandi skráður á kjörskrá til næstu fjögurra ára á eftir. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta