Styrkir til gæðaverkefna lausir til umsóknar
Velferðarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til gæðaverkefna með áherslu á verkefni sem miða að því að efla þverfaglegt samstarf í heilbrigðisþjónustu.
Styrkir til gæðaverkefna voru auglýstir í október síðastliðnum en nú hefur verið ákveðið að auglýsa aftur lausa slíka styrki, en með breyttri áherslu á inntak verkefna.
Í styrkumsókn skal gera grein fyrir markmiði verkefnis, framkvæmdaáætlun og upplýsingar um hvernig nýta megi niðurstöður þess til að auka öryggi og gæði heilbrigðisþjónustunnar. Sótt skal um í nafni einstakra stofnana og/eða starfseininga.
Vakin er athygli á að umsækjendum er gert að sækja um rafrænt og er umsóknarformið ásamt nánari upplýsingum aðgengilegt á vef velferðarráðuneytisins
Umsóknarfrestur er til kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 18. desember 2015.