Hoppa yfir valmynd
14. desember 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Síðari hlutihringtengingar ljósleiðara á Vestfjörðum boðinn út

Auglýst hefur verið á vef Ríkiskaupa útboð á seinni verkhluta ljósleiðarahringtengingar á Vestfjörðum. Tilboð verða opnuð 28. janúar 2016. Stefnt er að verklokum sama ár. Þá verða Vestfirðir hringtengdir með ljósleiðara sem gerir núverandi afkastaminni og óáreiðanlegri varasambönd óþörf. Þannig eykst til muna áreiðanleiki fjarskipta á öllu landsvæðinu.

Verkhlutinn snýst um að leggja ljósleiðarastreng milli fjarskiptahúss við Nauteyri og Reykjaness í Ísafjarðardjúpi sem innifelur þverun Ísafjarðar með sæstreng. Jafnframt verður lagður ljósleiðarastrengur milli Látra og símstöðar á Súðavík sem innifelur þverun Skötufjarðar, Hestfjarðar og Álftafjarðar.

Fyrri verkhlutinn, sem er langt kominn, er lagning ljósleiðarastrengs milli Staðar í Hrútafirði og Hólmavíkur. Fyrir er ljósleiðarastrengur milli Búðardals og Súðavíkur um sunnan- og vestanverða Vestfirði.

  • Sjá auglýsinguna á vef Ríkiskaupa

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta