Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2016 Utanríkisráðuneytið

Samstarfssamningur við Mannréttindaskrifstofu Íslands

Fulltrúar MRSÍ og utanríkisráðuneytis
Samingur við MRSÍ

Í dag var undirritaður samstarfssamningur til þriggja ára milli utanríkisráðuneytisins og Mannréttindaskrifstofu Íslands en ráðuneytið og hún hafa átt farsælt samstarf á sviði alþjóðlegra mannréttindamála frá árinu 2008.

Í samningnum sem Stefán Haukur Jóhannesson ráðuneytisstjóri og Bjarni Jónsson, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofunnar, undirrituðu er gert ráð fyrir að hún haldi áfram að sinna verkefnum Uppbyggingarsjóðs EES er lúta að mannréttindum, aðstoði við undirbúning funda um mannréttindamál hjá alþjóðastofnunum og standi að einum til tveimur fundum árlega með utanríkisráðuneytinu til að auka umræðu og meðvitund innanlands um alþjóðleg mannréttindi.
Í samningnum er gert er ráð fyrir samtals 10,5 m.kr. framlagi til Mannréttindaskrifstofunnar á tímabilinu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta