Hoppa yfir valmynd
20. janúar 2016 Utanríkisráðuneytið

Áhersla á hlut kvenna í orkugeiranum

WISER fundur í Abu Dhabi
WISER fundur í Abu Dhabi.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ávarpaði í dag jafnréttisráðstefnu WiSER (Women in Sustainability, Environment and Renewable Energy) sem er liður í dagskrá sjálfbæru orkuvikunnar sem nú stendur yfir í Abu Dhabí. Í máli sínu fór ráðherra yfir hlut kvenna í orkugeiranum og mikilvægi þess að berjast gegn staðalímyndum.
Gunnar Bragi greindi frá Rakarastofunni sem haldin var í New York á síðasta ári þar sem karlmenn eru hvattir til að láta sig jafnréttismálin varða og vinna gegn hvers konar mismunum kynja. Sagði ráðherra mikil ónýtt tækifæri felast í aukinni þátttöku kvenna í orkuöflun og aðgengi, sem væri fullur réttur þeirra og, þess utan, efnahagslega skynsamlegt.
Að endingu vakti Gunnar Bragi athygli á HeForShe átaki UN Women sem Ísland hefur dyggilega stutt og hvatti alla karlmenn til að styðja átakið. Þá boðaði Gunnar Bragi fyrr í vikunni til morgunverðarfundar um jafnréttismál og kynnti þar hugtakið að baki Rakarastofunni og erindi þess í orkumálum.

Fyrr í vikunni tók utanríkisráðherra einnig þátt í opnunarathöfn sjálfbæru orkuvikunnar þar sem, meðal annars, veitt voru nýsköpunarverðlaun í sjálfbærri orkunýtingu, en forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, var meðal heiðursgesta og fulltrúa í dómnefnd. Meðal ræðumanna voru forseti Mexíkó og aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Ávarp Gunnars Braga á jafnréttisráðstefnunni

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta