Hoppa yfir valmynd
22. janúar 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Saman gegn sóun – stefna um úrgangsforvarnir 2016 - 2027

Landsýn Ljósmynd: Björn Helgi Barkarson - mynd

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út fyrstu almennu stefnuna um úrgangsforvarnir sem ber heitið Saman gegn sóun. Stefnan gildir fyrir árin 2016 - 2027 og eru markmið hennar m.a. að draga úr myndun úrgangs og bæta nýtingu auðlinda.

Forvarnir gegn myndun úrgangs felast í að nýta auðlindir okkar sem best. Viðfangsefnið er að þróa samfélag sem hefur skilvirka auðlindanýtingu í fyrirrúmi og að fólk öðlist skilning á gagnsemi fyrirbyggjandi aðgerða sem koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Auk fyrrgreindra markmiða er tilgangur stefnunnar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að draga úr hráefnisnotkun og að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi. Áhersla er lögð á nægjusemi og nýtni og fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs.

Stefna um úrgangsforvarnir er gefin út í samræmi við breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs frá árinu 2014. Í stefnunni er megináhersla lögð á níu flokka sem skipt er í tvennt. Annars vegar er um að ræða sex flokka sem verða í forgangi tvö ár í senn en það eru matvæli, plast, textíll, raftæki, grænar byggingar og pappír.

Hins vegar eru þrír flokkar sem gert er ráð fyrir að unnið verði með til lengri tíma, þ.e. aukaafurðir frá vinnslu kjöts og fisks, drykkjarvöruumbúðir og draga úr myndun úrgangs frá stóriðju. Líta ber á aukaafurðir dýra sem hráefni, svo sem til fóðurgerðar, áburðarframleiðslu og moltugerðar. Í stefnunni er lögð áhersla á mikilvægi þess að hafa regluverkið skýrt og einfalt til að stuðla að nýtingu þessara hráefna og skapa aukin tækifæri á endurnýtingu.

Saman gegn sóun – Almenn stefna um úrgangsforvarnir 2016 - 2027 (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta