Hoppa yfir valmynd
26. janúar 2016 Utanríkisráðuneytið

Fimmtán styrkir í þróunar- og mannúðarverkefni til íslenskra borgarasamtaka

Enn búa 1,4 milljarðar manna við sára fátækt.

Utanríkisráðuneytið veitti á árinu 2015 níu styrki til þróunarverkefna á vegum íslenskra borgarasamtaka og sex styrki vegna neyðar- og mannúðaraðstoðar. Af styrkjum til þróunarverkefna fóru hæstu styrkirnir til Hjálparstarfs kirkjunnar vegna þróunarverkefnis í Eþíópíu, 34 milljónir, og SOS barnaþorpin hlutu tæplega 16 milljónir vegna verkefnis um fjölskyldueflingu í Gínea Bissá.

Hæstu styrkir til neyðar- og mannúðaraðstoðar á nýliðnu ári voru til Rauða krossins á Íslandi vegna aðstoðar við sýrlenska flóttamenn í Grikklandi, tæplega 25 milljónir króna, og Hjálparstarf kirkjunnar fékk 20 milljóna króna styrk vegna neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálftans í apríl á síðasta ári.

Úthlutanir styrkja voru eftirfarandi.

Þróunarverkefni:

· 34 milljónir – Hjálparstarf kirkjunnar vegna þróunarverkefnis í Eþíópíu

· 15,7 milljónir – SOS barnaþorpin vegna fjölskyldueflingar í Gíneu Bissá

· 14 milljónir – Rauði krossinn vegna aðstoðar við geðfatlaða í Hvíta Rússlandi

· 9 milljónir – Rauði krossinn v. baráttu gegn þrælahaldi og ofbeldi í Hvíta Rússlandi

· 7,4 milljónir – ENZA til verkefnis um valdeflingu kvenna í Suður-Afríku

· 4 milljónir – Æskan í öndvegi til að bæta menntun barna í Gambíu

· 1,6 milljónir – SOS barnaþorp vegna fjölskylduáætlunar í Eþíópíu

· 900 þúsund – Sól í Tógó til stuðnings ungmennastarfi á sviði tónlistar í Tógó

· 500 þúsund – Félag Sameinuðu þjóðanna til kynningar á Heimsmarkmiðum SÞ

Neyðar- og mannúðarverkefni:

· 24,5 milljónir – Rauði krossinn vegna aðstoðar við sýrlenska flóttamenn í Grikklandi

· 20 milljónir – Hjálparstarf kirkjunnar v. neyðaraðstoðar í Nepal í kjölfar jarðskjálfta

· 17 milljónir – Rauði krossinn vegna stuðnings við munaðarlaus börn í Sómalíu

· 15 milljónir – SOS barnaþorpin vegna flóttamannaaðstoðar í Serbíu

· 10 milljónir – SOS barnaþorpin vegna neyðaraðstoðar eftir jarðskjálfta í Nepal

· 6,8 milljónir – Félagið Ísland-Palestína vegna stuðnings við mannúðaraðstoð á Gaza

Styrkir utanríkisráðuneytis eru unnir samkvæmt leiðbeinandi verklagsreglum og eitt umsóknarferli er fyrir öll verkefni, hvort heldur um er að ræða neyðar- og mannúðaraðstoð eða þróunarverkefni. Umsóknarfrestir fyrir verkefni íslenskra borgarasamtaka á sviði mannúðaraðstoðar eða þróunarverkefna eru auglýstir árlega.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta