Listi yfir forstöðumenn 1. febrúar 2016
Listi yfir forstöðumenn skv. 2. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með síðari breytingum.
Í 1. mgr. 22. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 með síðari breytingum eru taldir upp í 13 töluliðum þeir sem teljast embættismenn samkvæmt lögunum. Í 2. mgr. segir að ráðherra skeri úr því hvaða starfsmenn falli undir 13. tölulið þessarar greinar, þ.e. forstöðumenn ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja sem ekki eru taldir sérstaklega upp í 1. - 12. tölulið. Jafnframt segir að ráðherra skuli fyrir 1. febrúar ár hvert birta í Lögbirtingablaði lista yfir þá starfsmenn.
Listinn birtur fyrir 1. febrúar 2016 er svohljóðandi:
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
- Ferðamálastjóri
- Fiskistofustjóri
- Forstjóri Byggðastofnunar
- Forstjóri Einkaleyfastofunnar
- Forstjóri Hafrannsóknastofnunar
- Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
- Forstjóri Matvælastofnunar
- Forstjóri Samkeppniseftirlitsins
- Forstjóri Veiðimálastofnunar
- Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
- Orkumálastjóri
Fjármála- og efnahagsráðuneyti
- Bankastjóri Seðlabanka Íslands
- Fjársýslustjóri
- Forstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
- Forstjóri Bankasýslu ríkisins
- Forstjóri Fjármálaeftirlitsins
- Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins
- Forstjóri Ríkiskaupa
- Forstöðumaður Ríkiseigna
Forsætisráðuneytið
- Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands
- Hagstofustjóri
- Þjóðminjavörður
Innanríkisráðuneyti
- Forstjóri Landhelgisgæslu Íslands
- Forstjóri Neytendastofu
- Forstjóri Persónuverndar
- Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar
- Forstjóri Samgöngustofu
- Forstjóri Vegagerðarinnar
- Forstjóri Þjóðskrár Íslands
- Forstöðumaður kærunefndar útlendingamála
- Héraðssaksóknari
- Rekstrarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa
Mennta- og menningarmálaráðuneyti
- Forstjóri Menntamálastofnunar
- Forstöðumaður Hljóðbókasafns Íslands
- Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands
- Forstöðumaður Kvikmyndasafns Íslands
- Forstöðumaður Listasafns Íslands
- Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Íslands
- Forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra
- Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
- Forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
- Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar
- Framkvæmdastjóri Lánasjóðs íslenskra námsmanna
- Landsbókavörður
- Listdansstjóri Íslenska dansflokksins
- Rektor Háskóla Íslands
- Rektor Háskólans á Akureyri
- Rektor Hólaskóla – Háskólans á Hólum
- Rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
- Safnastjóri Náttúruminjasafns Íslands
- Skólameistari Borgarholtsskóla
- Skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla
- Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti
- Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ
- Skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
- Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga
- Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands
- Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja
- Skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands
- Skólameistari Flensborgarskóla
- Skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík
- Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum
- Skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ
- Skólameistari Framhaldsskólans í A-Skaftafellssýslu
- Skólameistari Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum
- Skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík
- Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni
- Skólameistari Menntaskólans á Akureyri
- Skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum
- Skólameistari Menntaskólans á Ísafirði
- Skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga
- Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi
- Skólameistari Menntaskólans í Reykjavík
- Skólameistari Menntaskólans við Hamrahlíð
- Skólameistari Menntaskólans við Sund
- Skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands
- Skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri
- Þjóðleikhússtjóri
- Þjóðskjalavörður
Umhverfis- og auðlindaráðuneyti
- Forstjóri Íslenskra orkurannsókna
- Forstjóri Landmælinga Íslands
- Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands
- Forstjóri Mannvirkjastofnunar
- Forstjóri Skipulagsstofnunar
- Forstjóri Umhverfisstofnunar
- Forstjóri Veðurstofu Íslands
- Forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn
- Forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar
- Forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
- Framkvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs
- Framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs
- Landgræðslustjóri
- Skógræktarstjóri
Velferðarráðuneyti
- Forstjóri Barnaverndarstofu
- Forstjóri Geislavarna ríkisins
- Forstjóri Landspítalans
- Forstjóri Lyfjastofnunar
- Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands
- Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
- Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
- Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
- Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
- Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands
- Forstjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Sólvangi
- Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
- Forstjóri Íbúðalánasjóðs
- Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
- Forstjóri Sjúkratryggingastofnunar
- Forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
- Forstjóri Vinnueftirlits ríkisins
- Forstjóri Vinnumálastofnunar
- Forstjóri þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
- Forstöðumaður Fjölmenningarseturs
- Forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins
- Forstöðumaður úrskurðarnefndar velferðarmála
- Framkvæmdastjóri Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands
- Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu
- Landlæknir
- Umboðsmaður skuldara
Fjármála- og efnahagsráðuneytið, 27. janúar 2016.
F.h.r.
Guðmundur Árnason Gunnar Björnsson