Upplýsingar um tannvernd og tannheilsu
Nú stendur yfir árleg tannverndarvika Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Á vef embættisins er að finna ýmsar upplýsingar og ábendingar um tannvernd og tannheilsu. Foreldrar eru minntir á rétt barna til gjaldfrjálsra tannlækinga en forsenda þess er að börnin séu með skráðan heimilistannlækni.
Enn eru allmörg börn ekki skráð hjá heimilistannlækni, eða tæplega 6.700 grunnskólanemendur (16%) að því er fram kemur á vef Embættis landlæknis. Unnið er að því hjá skólaheilsugæslu að upplýsa foreldra/forráðamenn barna um gjaldfrjálsar tannlækningar og að vísa þessum hópi barna í tanneftirlit.