Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingar um tannvernd og tannheilsu

Bætt tannheilsa
Hjá tannlækni

Nú stendur yfir árleg tannverndarvika Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Á vef embættisins er að finna ýmsar upplýsingar og ábendingar um tannvernd og tannheilsu. Foreldrar eru minntir á rétt barna til gjaldfrjálsra tannlækinga en forsenda þess er að börnin séu með skráðan heimilistannlækni.

Enn eru allmörg börn ekki skráð hjá heimilistannlækni, eða tæplega 6.700 grunnskólanemendur (16%) að því er fram kemur á vef Embættis landlæknis. Unnið er að því hjá skólaheilsugæslu að upplýsa foreldra/forráðamenn barna um gjaldfrjálsar tannlækningar og að vísa þessum hópi barna í tanneftirlit.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta