Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Málþing um hvernig á að efla eftirlit með lögreglu

Innanríkisráðuneytið efnir til málþings í samstarfi við lagadeild Háskólans í Reykjavík og lagadeild Háskóla Íslands um efnið: Hvernig á að efla eftirlit með lögreglu? Málþingið fer fram föstudaginn 12. febrúar næstkomandi kl. 12-14 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1, í stofu V-101 á 1. hæð.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra setur málþingið með ávarpi og síðan mun Ragnheiður Harðardóttir, héraðsdómari og formaður nefndar innanríkisráðherra um meðferð kvartana og kærumála á hendur lögreglu, kynna skýrslu nefndarinnar. Þá fjalla Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, um efnið eftirlit með lögreglu – reynsla og framtíðarsýn og síðasta erindið flytur Trausti Fannar Valsson, dósent við lagadeild HÍ, og ræðir um skipulag eftirlits með lögreglu.

Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild HR, stýrir síðan umræðum og er hann jafnframt fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

  • Sjá einnig dagskrá málþingsins á vef HR

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta