Gauti aðstoðarmaður ráðherra
Gauti Geirsson hefur verið ráðinn sem aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar í hálft starf. Gauti hóf störf í dag, 8. febrúar.
Gauti er 22 ára og leggur stund á rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann var ritari Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) 2015-16 og var jafnframt kosningastjóri Framóknarflokksins á Ísafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014.
Gauti hefur starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum.