Hoppa yfir valmynd
9. febrúar 2016 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðherra heimsótti Grunnskólann í Borgarnesi

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra heimsótti Grunnskólann í Borgarnesi í gær í tilefni af því að Gleðileikarnir fengu foreldraverðlaun Heimilis og skóla í maí síðastliðnum
Elín Kristinsdóttir, Ásta Kristín Guðmundsdóttir, Júlía Guðjónsdóttir, Illugi Gunnarsson, Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, Eva Hlín Alfreðsdóttir og Anna Margrét Sigurðardóttir
Gleiðileikar í Borgarnesi

Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra heimsótti Grunnskólann í Borgarnesi í gær í tilefni af því að Gleðileikarnir fengu foreldraverðlaun Heimilis og skóla í maí síðastliðnum.

Eva Hlín Alfreðsdóttir kynnti Gleðileikana sem er þrautaleikur þar sem nemendum á elsta stigi Grunnskóla Borgar­ness er skipt niður í hópa sem þurfa að leysa krefj­andi verk­efni sem ekki eru hluti af þeirra dag­lega skólalífi. Sjálfstæði og samvinna eru einkunnarorð leikanna og miðast að því að efla sam­heldni og samstöðu í sam­félaginu sem og að gefa þátttakendum tækifæri til þess að spreyta sig á skemmti­leg­um þrautum. Allir þátttakendur fara heim af leikunum með jákvæð og falleg skilaboð í farteskinu og nýja sýn á eigin styrk og getu.

Nemendur í 10 bekk í Grunnskóla Borgarness kynntu Erasmusverkefni fyrir ráðherraAð kynningunni lokinni heimsótti ráðherra alla bekki skólans. Fjórði bekkur var með söngatriði og svo kynntu nemendur í tíunda bekk Erasmus verkefnið Water around us. Loks var boðið upp á bollur í tilefni dagsins.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta