Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2016 Dómsmálaráðuneytið

Fræðslufundur um réttindi barna í hælismeðferð

Fræðslufundur um réttindi barna í hælismeðferð var haldinn í innanríkisráðuneytinu í dag. - mynd
Innanríkisráðuneytið efndi í dag til fræðslufundar um réttindi barna sem eru í hælismeðferð. Sátu hann meðal annars fulltrúar stofnana og annarra aðila sem starfa að útlendingamálum og sinna sérstaklega börnum sem eru í hælismeðferð, svo sem fulltrúar Útlendingastofnunar, Rauða krossins á Íslandi, Barnaverndarstofu, Barnahúss, UNICEF og frá velferðarráðuneytinu og barnaverndum í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu.

Á fundinum fluttu erindi Kristjana Fenger frá Rauða krossinum á Íslandi og Vera Dögg Gunnarsdóttir frá Útlendingastonfun en þær kynntu efni frá námskeiði þar sem fjallað var um réttindi barna í hælismeðferð á vegum Flóttamannastofnunar SÞ sem fram fór í Kaupamannahöfn og Malmö í lok október 2015. Sátu þann fund fulltrúar frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum.

Þá kynnti Elín Vigdís Guðmundsdóttir, starfsmaður kærunefndar útlendingamála, meistararitgerð sína um fylgdarlaus börn og Guðríður Bolladóttir frá velferðarráðuneytinu fjallaði um bætta þjónustu við móttöku vegalausra barna en hún sat námskeið hjá Barnaheillum í Svíþjóð í lok síðasta árs.

Margar áskoranir blasa við á þessu málefnasviði og var það niðurstaða fundarins að auka samráð þeirra stofnana sem að málaflokknum koma. Ráðgert er að koma á auknu samstarfi milli stofnana og ráðuneyta til að bæta verklag og málsmeðferð barna í hælismálum til að mæta sem best þörfum þeirra.

Fræðslufundur um réttindi barna í hælismeðferð var haldinn í innanríkisráðuneytinu í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta