Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2016 Utanríkisráðuneytið

Samkomulag EFTA og Georgíu um fríverslun

Þriðju samningalotu í fríverslunarviðræðum EFTA og Georgíu lauk í dag og náðist samkomulag um efni fríverslunarsamningsins. Næsta skref er að samningurinn fari í lagalegan yfirlestur og stefnt er að undirritun hans á ráðherrafundi EFTA í Bern hinn 27. júní nk.

„Ég fagna þessum nýjasta fríverslunarsamningi okkar sem veitir íslenskum fyrirtækjum, ekki síst matvælaframleiðendum, tækifæri til að vinna nýja markaði í Austur-Evrópu, segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.

Fríverslunarsamningurinn tekur til vöruviðskipta, þjónustuviðskipta, fjárfestinga, opinberra innkaupa, vernd hugverkaréttinda og hefur auk þess að geyma ákvæði um sjálfbæra þróun. Skv. samningnum munu EFTA-ríkin og Georgía fella niður alla tolla af iðnaðarvörum og sjávarafurðum við gildistöku hans. Þá mun Georgía fella niður tolla af innflutningi á lambakjöti, ostum, vatni og fleiri landbúnaðarvörum frá Íslandi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta