Hoppa yfir valmynd
10. mars 2016 Utanríkisráðuneytið

Samningalota TiSA 31. janúar - 5. febrúar 2016

Samningalota í TiSA-viðræðunum var haldin í Genf dagana 31. janúar - 5. febrúar 2016. Af Íslands hálfu tóku Martin Eyjólfsson, Bergþór Magnússon og Finnur Þ. Birgisson þátt í lotunni. Unnið var samkvæmt áætlun sem samþykkt var í októbermánuði á síðasta ári og var sú áætlun jafnframt endurskoðuð á meðan á lotunni stóð.

Farið var ítarlega yfir drög að textum um fjármálaþjónustu ( financial services), fjarskiptaþjónustu ( telecommunications services), rafræn viðskipti ( e-commerce), innlenda hlutdeild ( localization) og för þjúnstuveitenda ( mode 4). Jafnframt voru haldnir styttri fundir þar sem rætt var um tillögur að viðaukum um flutningsþjónustu ( transport services) og orktengda þjónustu ( energy related services). Þá var farið yfir í ákvæði í einstökum textum viðræðnanna hvað varðar gagnsæi ( transparency) og innlendar reglur ( domestic regulation) til að tryggja að samræmi sé í slíkum ákvæðum milli einstakra texta fyrirhugaðs samnings. Heilt yfir var ágætur gangur í lotunni og textavinnu miðaði vel áfram.

Að auki voru haldnir tvíhliða fundir milli einstakra ríkja í TiSA-viðræðunum til að ræða tilboð viðkomandi ríkja um markaðsaðgang. Öll ríkin í viðræðunum hafa nú lagt fram slíkt tilboð ( tilboð Íslands) og tvíhliða fundir hafa verið haldnir milli einstakra ríkja þar sem farið er yfir tilboðin. Samkomulag var um að allir samningsaðilar skyldu leggja fram endurskoðað tilboð í fyrstu viku maímánaðar og á ný í októbermánuði.

Á fundinum kom fram áhersla margra ríkja á að hraða viðræðunum eftir megni og að stefna að því að ljúka þeim fyrir lok þessa árs. Enda þótt óvíst sé hvort það markmið náist er ljóst að þunginn í viðræðunum mun aukast á næstu mánuðum. Reynt verður að ljúka fyrir mitt árið viðræðum um samningstexta um fjármálaþjónustu fjarskiptaþjónustu, rafræn viðskipti, innlenda hlutdeild og för þjónstuveitenda.

Á fundinum var einnig ákveðið að stefna að því að ráðherrar TiSA-ríkjanna hittist til að fara yfir stöðu viðræðnanna í tengslum við ráðherrafund OECD sem haldinn verður í París fyrstu dagana í júní.

Næsta samningalota í TiSA-viðræðunum verður haldin dagana 11.-15. apríl og verður þar lögð áhersla á sömu samningstexta og ræddir voru í þessari lotu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta