Þátttaka Íslands á 60. fundi Kvennanefndar SÞ sem hefst í dag
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, er komin til New York ásamt íslenskri sendinefnd til að taka þátt í 60. fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem hefst í dag og stendur til 18. mars. Valdefling kvenna sem mikilvæg forsenda sjálfbærrar þróunar er leiðarstef fundarins.
Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Dagskrá Eyglóar Harðardóttur hefst í dag á stuttum fundi með íslensku sendinefndinni kl. 8.30 að staðartíma. Íslenski hópurinn telur 25 manns. Ráðherra ákvað að veita samtals tvær milljónir króna í styrki til að styðja við þátttöku frjálsra félagasamtaka og einnig frummælenda sem taka þátt í fundinum.
Bein útsending frá opnun fundarins
Formleg setning kvennafundarins fer fram í dag kl. 10.00 að staðartíma (kl.14.00 að íslenskum tíma). Hægt verður að fylgjast með opnun 60 fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna á vef UN women.
Á morgun flytur Eygló ávarp fyrir Íslands hönd og mun m.a. segja frá því hvernig íslensk stjórnvöld hafa formgert víðtækt samstarf um aðgerðir til að sporna við ofbeldi, ekki síst heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Nánar verður sagt frá þátttöku ráðherra í ýmsum viðburðum kvennanefndarfundarins eftir því sem fundinum vindur fram.
Fjárfesting í jafnrétti kynjanna er allra hagur
Norrænir ráðherrar jafnréttismála efna til fundar þann 16. mars þar sem þeir miðla reynslu og þekkingu Norðurlandaþjóðanna á sviði jafnréttismála og mikilvægi kynjajafnréttis til að stuðla að sjálfbærri þróun samfélaga, hvort sem horft er til menntunar, heilbrigðismála, vinnumála eða félagslegs jöfnuðar. Norræna ráðherranefndin stendur að skipulagi fundarins og dregur fram í fundarboði hvernig reynsla þjóðanna hefur sýnt að fjárfesting í janfrétti kynjanna er allra hagur.
Höldum glugganum opnum
Þann 17. mars stendur Ísland fyrir viðburði á kvennanefndarfundinum sem ber yfirskriftina „Keep the Window Open“ og fjallar um verkefni sem íslensk stjórnvöld hafa sett í forgang til að sporna við ofbeldi í samfélaginu. Þátttakendur verða Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu ásamt Öldu Hrönn Jóhannesdóttur, yfirlögfræðingi hjá embættinu, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og aðgerðasinni og fulltrúi Stígamóta.
Á vef UN Women er hægt að sjá dagskrá fundarins og fylgjast með fréttum og ýmsum upplýsingum um viðburði og þátttakendur.
Listi yfir íslensku þátttakendurna:
Nafn | Stofnun | Titill |
---|---|---|
Eygló Harðardóttir | Velferðarráðuneytið | Ráðherra |
Anna Lilja Gunnarsdóttir | Velferðarráðuneytið | Ráðuneytisstjóri |
Rósa G. Erlingsdóttir | Velferðarráðuneytið | Sérfræðingur |
Ingi Valur Jóhannsson | Velferðarráðuneytið | Senior Adviser |
Matthías Páll Imsland | Aðstmaður ráðherra | |
Sóley Ragnarsdóttir | maki MPI | |
Gréta Gunnarsdóttir | Utanríkisráðuneytið | Sendiherra mannréttindamála |
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir | Political Adviser | Ministry of the Interior |
Guðrún Ögmundsdóttir | Sérfræðingur á skrifstofu mannréttinda og sveitarfélaga í innanríkisráðuneytinu | Ministry of the Interior |
Þorsteinn Sæmundsson | Alþingi | Alþ.maður |
María J. Hauksdóttir | maki ÞS | |
Hafdís Karlsdóttir | Soroptimist Int., Iceland | |
Sóley Tómasdóttir | Ráðhús Reykjavíkur | Forseti borgarstjórnar |
Dagný Ósk Aradóttir Pind | Kvenréttindafélag Íslands | |
Katrín Anna Guðmundsd. | Kvenréttindafélag Íslands | |
Bryndís Ísfold Hlöðversd. | Kvenréttindafélag Íslands | |
Guðrún Jónsdóttir | Stígamót | Talskona Stígamóta |
Hildur Helga Gísladóttir | Kvenfélagasamb.Íslands | Framkvæmdastjóri |
Kristín Árnadóttir | Kvenfélagasamb.Íslands | |
Guðrún Ögmundsdóttir | UN Women á Íslands | Form. landsnefnd. |
Inga Dóra Pétursdóttir | UN Women á Íslands | |
Hanna Eiríksdóttir | UN Women á Íslands | Herferðarstýra |
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir | The Nordic Council of Ministers | |
Sigríður Björk Guðjónsd | Metropolitan Police | Chief of Rvk MP |
Alda Hrönn Jóhannsdóttir | Metropolitan Police | Chief Attorney |