Ráðherra hvatti til metnaðar í jafnréttismálum
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, ávarpaði í dag 60. fund Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir í New York. Í ræðu sinni sagði hún takmörkum háð hve lengi konur gætu beðið eftir fullu jafnrétti og hvatti til metnaðar í jafnréttisbaráttunni.
Jafnrétti sem forsenda sjálfbærrar þróunarer leiðarstef Kvennanefndarfundarins og í ræðu sinni lagði Eygló áherslu á nauðsyn þess að jafnréttissjónarmið væru tryggð við innleiðingu allra verkefna sem miða að sjálfbærri þróun.
Ráðherra vísaði til þess að samkvæmt Alþjóða efnahagsráðinu (World Economic Forum) þurfi konur að bíða í 117 ár þar til fullu jafnrétti verði náð miðað við gang mála að óbreyttu. Slíkt kæmi auðvitað ekki til greina. Hún hvatti til þess að þjóðir sýndu metnað í jafnréttisbaráttunni og tækju höndum saman um það markmið að ná fullu jafnrétti kynjanna árið 2030, líkt og að væri stefnt.
Eygló fjallaði í ávarpi sínu um mikilvægi þess að sporna við ofbeldi í samfélaginu og gerði grein fyrir verkefnum sem íslensk stjórnvöld hafa unnið að í því skyni, s.s. varðandi viðbrögð í heimilisofbeldimálum o.fl.