Hoppa yfir valmynd
19. mars 2016 Utanríkisráðuneytið

Vegna fregna af árás í Istanbúl

Af gefnu tilefni vegna fregna í dag um mannskæða sjálfsvígsárás í miðborg Istanbúl og að Íslendingur hafi verið á meðal fjölmargra særðra vill utanríkisráðuneytið koma eftirfarandi á framfæri: Enn sem komið er hefur ekkert komið fram sem staðfestir að Íslendingur hafi lent í árásinni. Utanríkisráðuneytið fékk þær upplýsingar frá tyrkneskum stjórnvöldum fyrr í dag að íslenskur ríkisborgari hafi verið á meðal þeirra sem lentu í árásinni en þrátt fyrir miklar eftirgrennslanir borgaraþjónustu ráðuneytisins og ræðismanns Íslands í Istanbúl hjá tyrkneskum lögregluyfirvöldum og sjúkrahúsum Istanbúl hefur ekkert komið fram sem staðfestir að Íslendingur hafi lent í árásinni.

Borgaraþjónusta ráðuneytisins mun halda áfram að afla staðfestingar á þessu og birta frekari upplýsingar þegar tilefni er til.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta