Hoppa yfir valmynd
22. mars 2016 Utanríkisráðuneytið

Íslendingar í Brussel noti samfélagsmiðla til að láta vita af sér

Í kjölfar mannskæðra sprenginga á Zaventem flugvelli í Brussel og í Maelbeek neðanjarðarlestarstöðinni í Evrópuhverfinu í Brussel í morgun er borgaraþjónusta utanríkiráðuneytisins að afla upplýsinga um Íslendinga sem búa og starfa í borginni.

Íslenskir ríkisborgarar eru beðnir um að hafa samband við ættingja sína til að láta vita að þeir séu óhultir. Þar sem mikið álag er á símkerfinu í Brussel er fólk hvatt til að nota SMS smáskilaboð eða samfélagsmiðla til að koma upplýsingum til ættingja og vina.

Ef aðstoðar er þörf hafið samband við borgaraþjónustu utanríkisþjónustunnar í síma +354 545 9900. Einnig er hægt að hafa samband í gegnum facebook https://www.facebook.com/utanrikisraduneytid og twitter, @MFAIceland.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta