Fjölgað í verkefnisstjórn um heimild fyrir skiptri búsetu barna
Fjölgað hefur verið fulltrúum í verkefnisstjórn innanríkisráðuneytisins sem undirbúa á heimild fyrir skiptri búsetu barna. Bætt hefur verið við tveimur körlum.
Verkefnisstjórnin er nú þannig skipuð:
- Lilja Borg Viðarsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti og leiðir hún einnig verkefnisstjórnina.
- María Rut Kristinsdóttir, sérfræðingur, tilnefnd af innanríkisráðuneyti.
- Guðríður Bolladóttir, sérfræðingur, tilnefnd af velferðarráðuneyti.
- Steinar Örn Steinarsson, sérfræðingur, tilnefndur af fjármála- og efnahagsráðuneyti.
- Indriði Björn Ármannsson, lögfræðingur hjá Þjóðskrá Íslands, tilnefndur af Þjóðskrá.
- Þorsteinn Gunnarsson, lögfræðingur, tilnefndur af innanríkisráðuneyti.
Þeir sem koma vilja á framfæri ábendingum til verkefnisstjórnarinnar geta sent ráðuneytinu erindi á netfangið [email protected].
Sjá nánar hér um hlutverk verkefnisstjórnarinnar.