Alþjóða-heilbrigðisdagurinn 7. apríl tileinkaður sykursýki
Talið er að árið 2015 hafi um 415 milljónir manna í heiminum verið með sykursýki, þar af tæpar 60 milljónir Evrópubúa. Áætlað er að um 9% heildarútgjalda til heilbrigðismála í Evrópu séu vegna sykursýki. Fjallað er um árangursríkar leiðir til að sporna við sykursýki og nýgengi sjúkdómsins í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um efnið.
- Nánar er fjallað um alþjóðaheilbrigðisdaginn 7. apríl og baráttuna gegn sykursýki á vef Embættis landlæknis .