Jöfn kynjahlutföll í nefndum velferðarráðuneytisins
Velferðarráðuneytið birtir hér með upplýsingar um hlutföll kynjanna í nefndum sem skipaðar eru á vegum ráðherra velferðarráðuneytisins, líkt og skylt er samkvæmt jafnréttislögum. Karlar voru 49% og konur 51% í nefndum velferðarráðuneytisins sem skipaðar voru á síðasta ári.
Í 15. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er kveðið á um skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum hins opinbera. Samkvæmt lögunum skal hlutur kynjanna vera sem jafnastur og hluti hvors kyns ekki minni en 40% þegar fulltrúar í nefnd eru fleiri en þrír.
Tilnefningaraðilar skulu ávallt tilnefna bæði karl og konu og aðeins er heimilt að víkja frá því ef hlutlægar ástæður liggja að baki og ber þá að skýra frá ástæðum þess.
Þegar skoðuð eru hlutföll kynja í nefndum ráðherranna tveggja eru hlutföllin 48/52 í nefndum félags- og húsnæðismálaráðherra en 47/53 í nefndum heilbrigðisráðherra og er það í góðu samræmi við ákvæði jafnréttislaga.
Á töflunni hér að neðan má sjá hlutföll kynja í nefndum sem skipaðar hafa verið af hálfu ráðherra velferðarráðuneytisins ár hvert á árunum 2011 - 2015.
Samtals fjöldi í nýjum nefndum
Ár | Konur | Karlar | Heild | Hlutfall kvenna | Hlutfall karla |
---|---|---|---|---|---|
2011 | 137 | 136 | 273 | 50,2% | 49,8% |
2012 | 104 | 97 | 201 | 51,7% | 48,3% |
2013 | 141 | 124 | 265 | 53,2% | 46,8% |
2014 | 162 | 145 | 307 | 52,8% | 47,2% |
2015 | 96 | 92 | 188 | 51,1% | 48,9% |