Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2016 Dómsmálaráðuneytið

Sérstakt refsiákvæði um ofbeldi í nánum samböndum komið í lög

Nýlega var samþykkt á Alþingi breyting á almennum hegningarlögum sem kveður á um refsingu vegna ofbeldis í nánum samböndum. Breytingin er til komin vegna samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi.

Þá er í lögunum einnig að finna ákvæði sem kveður á um að refsivert sé að neyða annan mann til að ganga í hjúskap eða undir aðra sambærilega vígslu þó að hún hafi ekki gildi að lögum, sbr. nýja 2. mgr. 225. gr. almennra hegningarlaga. Einnig er breytt lögsögu- og fyrningarreglum almennra hegningarlaga vegna innleiðingar á framangreindum samningi. 

Samhliða var lögum um meðferð sakamála breytt á þann veg að gert er ráð fyrir að saksókn þessara mála sé í höndum lögreglu.

Lögin er að finna á vef Stjórnartíðinda

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta