Hoppa yfir valmynd
3. maí 2016 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Drög að reglugerð um réttindi til að falla frá samningi til umsagnar

Innanríkisráðuneytið birtir nú til umsagnar drög að reglugerð um upplýsingar um nýtingu réttar til að falla frá samningi og byggður er á nýjum lögum um neytendasamninga. Unnt er að senda ráðuneytinu umsögn um drögin til og með 10. maí næstkomandi og skulu umsagnir berast á netfangið [email protected].

Alþingi samþykkti nýlega lög um neytendasamninga, nr. 16/2016. Með þeim er innleidd tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um réttindi neytenda en meðal markmiða hennar er að samræma reglur EES-ríkja um samninga utan fastrar starfsstöðvar seljanda, um fjarsölusamninga og fleira og um hvaða atriði seljanda er skylt að upplýsa neytendur áður en slíkir samningar verða skuldbindandi af hálfu neytenda.

Í fyrrnefndum lögum er mælt fyrir um ýmsar formlegar kröfur til samninga utan fastrar starfsstöðvar og fjarsölusamninga, svo sem um staðfestingu á samningi og hvernig upplýsingagjöf skuli háttað. Gert er ráð fyrir rýmri rétti neytenda til þess að falla frá samningi miðað við tilteknar aðstæður. Í lögunum er gert ráð fyrir heimild til handa ráðherra til að setja reglugerð um nánari framkvæmd laganna, þar á meðal um framkvæmd upplýsingaskyldu seljanda, meðal annars með birtingu samræmdra og staðlaðra skjala. Drög að slíkri reglugerð sem nú birtist tekur til þessara atriða.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta