Hoppa yfir valmynd
13. maí 2016 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Samstarfshópur um ástand Mývatns

Mývatn
Mývatn

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-og auðlindaráðherra hefur skipað samstarfshóp sem ætlað er að taka saman lykilupplýsingar um ástand mála í Mývatni. Mývatn er ein af okkar dýrmætustu náttúruperlum og horfa þarf til sérstakrar verndarstöðu og verndargildis vatnsins og ástandsins nú varðandi bakteríublóma.

Hlutverk hópsins er að draga saman bestu fáanlega þekkingu um:

  • ástand Mývatns og Laxár og lífríkis þess og þann vanda sem við blasir þar sérstaklega nú
  • hverjar séu helstu uppsprettur næringarefna sem berast í Mývatn og líklegar orsakir þess vanda sem nú er við að eiga
  • hvaða aðgerðir koma til greina til að reyna draga úr ofauðgun og bakteríublóma í vatninu

  • hvernig unnt sé að bæta vöktun og upplýsingagjöf um ástand vatnsins og lífríki þess

Tilgangurinn er að aðstoða stjórnvöld við ákvörðunartöku varðandi mögulegar aðgerðir sem gætu komið að gagni til að draga úr álagi af manna völdum á lífríki vatnsins og bæta úr þeim vanda sem nú er að glíma við og lýsir sér helst í miklum blóma blábaktería í vatninu.

Í samstarfshópnum eiga sæti:

 

  • Hugi Ólafsson, formaður, umhverfis- og auðlindaráðuneyti,
  • Árni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknarstöðvarinnar við Mývatn,
  • Bragi Finnbogason, formaður stjórnar Veiðifélags Laxár og Krákár, 
  • Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps,
  • Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, 
  • Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands og
  • Hjördís Finnbogadóttir, fulltrúi Fjöreggs - félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit.
  • Helgi Héðinsson, formaður Veiðifélags Mývatns.

 

Stefán Einarsson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti, mun vinna með hópnum. 

Gert er ráð fyrir að samstarfshópurinn skili samantekt til ráðherra fyrir 17. júní nk.

Umbótaverkefni við Mývatn

Þess má geta að Umhverfisstofnun og Landgræðslan eru báðar með starfsstöðvar á Mývatni og hafa unnið að lagfæringu og uppbyggingu á göngustígum í nágrenni og við Mývatn, Laxá og Dimmuborgir. Umhverfisstofnun og Landgræðsla ríkisins hafa á árinum 2014 til 2016 m.a. fengið úthlutaðar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða tæpar 100 m.kr. til framkvæmdaverkefna á Mývatni. Einnig hefur aukið fé verið sett í landvörslu á Mývatni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta